Spítalaganga í tilefni afmælisársins

Magnús Stefánsson, fyrrverandi yfirlæknir barnadeildar FSA, og Hanna Rósa Sveinsdóttir, sérfræðingur á Minjasafninu á Akureyri, munu leiða hina vikulegu afmælisgöngu á morgun, fimmtudag, kl. 20.00. Að þessu sinni er gangan tileinkuð spítalasögu Akureyrar og gengið verður frá bílastæðinu norðan við núverandi byggingar Sjúkrahúss Akureyrar og að Gamla spítala að Aðalstræti 14. Á leiðinni munu þau Magnús og Hanna Rósa segja þátttakendum frá hinum ýmsu byggingum, þróun á spítalastarfsemi og áhrifaríkum persónum í spítalasögu Akureyrar.

Gangan tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan