Skáldaganga tileinkuð Matthíasi Jochumssyni

Afmælisgangan að þessu sinni verður tileinkuð einu ástsælasta þjóðskáldi Íslendinga, Matthíasi Jochumssyni. Gengið verður frá Minjasafnskirkjunni þar sem Matthías átti sín fyrstu spor á Akureyri og að Sigurhæðum, en þar bjó Matthías síðustu æviárin. Gísli Sigurgeirsson, sagnaþulur, leiðir gönguna og fræðir göngugesti um skáldið og mannvininn Matthías Jochumsson, en líf hans var samtvinnað sögu Akureyrar.

Lagt verður af stað frá Minjasafnskirkjunni kl. 20.00 á fimmtudaginn. Gangan tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar.

Hægt er að sjá nánari dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og akmus.is.  

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan