Makrílveiðar á Torfunefsbryggju

Í loftköstum á land.
Í loftköstum á land.

Nú er mikill handagangur í öskjunni á Torfunefsbryggju. Ungir sem aldnir standa þar þétt saman og moka upp makríl. Svo virðist sem stór ganga sé í Pollinum og sögðu viðmælendur okkar á bryggjunni að gangan væri mun seinna á ferð núna en í fyrra því þá hafi verið hægt að moka upp makríl undir lok maí.

Flestir virtust henda makrílnum aftur í sjóinn en aðrir söfnuðu honum í poka og sögðust ætla að prófa að matreiða hann. Einhver heyrðist segja að gott væri að grilla hann en annar taldi makrílinn langbestan reyktan. Einnig voru þarna á ferðinni silungsveiðimenn að safna í beitu.

Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

    

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan