Gamall draumur rættist í dag þegar hænsnahúsið Höllin var vígt við dvalarheimilið Hlíð. Mikill áhugi hefur verið
á húsinu á meðal íbúa Hlíðar og allt að 30 manns á dag fylgst með tilurð þess. Bygging hænsnahússins er
í beinu framhaldi af Eden hugmyndafræðinni sem notast hefur verið við á Hlíð í nokkurn tíma þar sem mikil áhersla er
lögð á fjölbreytt líf íbúa og að allir þeirra finni eitthvað við sitt hæfi.
Sérstakir hvatamenn hænsnahússins eru Jóhann Thorarensen og Sigurvin Jónsson, betur þekktur sem uppistandarinn Fíllinn. Auk þeirra hefur
fjöldi fólks, fyrirtækja og samtaka komið að byggingu hússins og gefið efni og/eða vinnu sína, er þar vert að nefna Nökkva,
Húsasmiðjuna, Magnús Árnason, Íspan, Kristínu Trampe, Kristján Jónsson, Gjafasjóð Hlíðar, Norðurorku,
Júlíus Má Baldursson, Fasteignir Akureyrarbæjar, Lífland og starfsfólk Hlíðar.
Höllin er sannarlega réttnefni enda er hér ekki um neinn hænsnakofa að ræða því upphitað plan er framan við húsið og
þægilegt hjólastólaaðgengi. Auk þess sem útbúnir hafa verið glæsilegir gróðurkassar þar sem ræktun hefur farið
fram í allt sumar.
Íbúar Hlíðar sjá sjálfir um hirslu hænsnanna og skipta deildirnar því starfi á milli sín. Eggin verða síðan
matreidd inn á þeirri deild er sér um starfið hverju sinni. Sérstakur umsjónarmaður og þar af leiðandi kóngur Hallarinnar verður
Sigurður Sigmarsson, kenndur við kjörbúðina Alaska sem starfrækt var hér í bæ á árum áður.