Akureyringar duglegir að flokka

Út er kominn bæklingur Framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar og Gámaþjónustunnar um úrgangsmál og endurvinnslu. Í bæklingnum kemur meðal annars fram að vel hafi gengið um allt land að minnka urðun á lífrænum heimilis- og rekstrarúrgangi og þar fari Akureyringar fremstir í flokki.

HÉR má sjá bæklinginn.

Mjög mikilvægt er að hver leggi sitt af mörkum í flokkun og urðun á rusli og sem dæmi má nefna að endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku miðað við venjulega framleiðslu pappírs. Það er álíka mikið og meðalheimili á Akureyri notar af rafmagni á hverju ári.

Þess má geta að komnar eru nýjar myndrænar upplýsingar á alla grenndargáma á Akureyri sem auðvelda fólki flokkunina til muna.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan