Hvernig lítur gyðjan Akureyrarvaka út?

Verðlaunateikning Róberts Orra Heiðmarssonar.
Verðlaunateikning Róberts Orra Heiðmarssonar.

Í hádeginu á morgun, föstudag, verður sýningin Hvernig lítur gyðjan Akureyrarvaka út? opnuð á veitingastaðnum Bryggjunni. Á sýningunni, sem er hluti af dagskrá Akureyrarvöku, má sjá afrakstur teikninga 9-14 ára nemenda í Glerárskóla sem teiknuðu gyðjuna Akureyrarvöku eins og þeir sáu hana fyrir sér.

Teikning Róberts Orra Heiðmarssonar í 6. bekk þótti sú besta enda fangar hún viðfangsefnið á sérstaklega skemmtilegan hátt. Á mynd Róberts er gyðjan túlkuð á einkar fjölskrúðugan hátt; klæði hennar minna á landakort og fána þeirra fjölmörgu þjóða sem búa á Akureyri.

Róbert Orri fær að launum pizzu veislu fyrir fimm á Bryggjunni. Í öðru sæti var Bryndís Bolladóttir í 8. bekk og þriðja sætið hlaut Kristín Ragna Tobíasdóttir í 7. bekk.

Sýningin er öllum opin um helgina og er aðgangur ókeypis. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan