Í tilefni Akureyrarvöku setja ÁLFkonur upp ljósmyndasýningu í gluggum Sýslumannshússins við Ráðhústorg. Sýningin
verður sett upp á næstkomandi föstudag og stendur aðeins yfir þessa einu helgi. Myndirnar sýna fjölbreytta flóru daglegra athafna og
viðburða á Akureyri og kennir ýmissa grasa enda af nógu að taka þegar kemur að skemmtilegum uppákomum og mismunandi sjónarhornum.
ÁLF-konur eru: Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Díana Bryndís, Ester Guðbjörnsdóttir, Freydís
Heiðarsdóttir, Guðrún Kristín Valgeirsdóttir, Gunnlaug E. Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga
Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa
Jónsdóttir.
Nánari upplýsingar um ÁLFkonur má sjá HÉR.