Litrík dagskrá á sólríkri Akureyrarvöku

Mynd: Daníel Starrason.
Mynd: Daníel Starrason.

Akureyrarvaka hófst í gærkvöldi í prýðilegu veðri með Rökkurró í Lystigarðinum og Draugaslóð um Innbæinn. Dagskráin nær hápunkti sínum í dag með alls kyns uppákomum og viðburðum í Listagilinu, Möguleikamiðstöðinni Rósenborg, Menningarhúsinu Hofi og víðar. Loks verður blásið til Retro Stefson karnivals á sviði sem komið hefur verið fyrir á horni Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis (neðst í Gilinu fyrir framan Hótel KEA) en þar verður hljómsveitin vinsæla Retro Stefson við völd og tekur á móti góðum gestum, meðal annars Helenu Eyjólfsdóttur og Pálma Gunnarssyni.

Nákvæma dagskrá Akureyrarvöku er að finna á www.visitakureyri.is.

Veðrið á Akureyrarvöku í þessum töluðum orðum er svona: Sól, vestan gjóla og 7,9 stiga hiti. Veðurstofan gerir ráð fyrir rigningu um hádegisbil en þegar horft er til himins er erfitt að sjá hvernig það má verða. Gert er ráð fyrir hæglætisveðri, um 10 stiga hita og sól seinnipartinn.

Meðfylgjandi mynd tók Daníel Starrason í Innbænum í gærkvöldi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan