Upplestur ungskálda í Flóru

Á Akureyrarvöku munu ungskáldin Agnes Ársælsdóttir, Bragi Björn Kristinsson, Kristófer Páll Viðarsson, Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir og Stefán Ingvar Vigfússon lesa upp ljóð sín í Flóru kl. 16.00 á laugardaginn. Þau eru hluti af skáldskaparhópi ungmenna á Íslandi sem bæði yrkja skáldsögur og ljóð en hópurinn tók til starfa fyrr í sumar. Um síðustu helgi kom út bók þeirra Fríyrkjan I sem verður fáanleg í Flóru.

Auk ofantaldra skipa hópinn þau Adolf Smári Unnarsson, Almarr S. Atlason, Aron Daði Þórisson, Auður Edda, Ágústa Björnsdóttir, Ásthildur Ákadóttir, Birnir Jón Sigurðsson, Ingólfur Eiríksson, Laufey Soffía, Loki Rúnarsson, Marín Jacobsen, Matthías Tryggvi Haraldsson, Megan Auður, Ríkey Thoroddsen, Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Úlfar Örn Kristjánsson og Þorgrímur Kári Snævarr.

Upplestur hefst sem fyrr segir kl. 16.00 á næstkomandi laugardag í Flóru og er aðgangur ókeypis.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan