Villandi myndbirting FÍB

Loftmynd af nágrenni Giljaskóla.
Loftmynd af nágrenni Giljaskóla.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur nú fyrir ákaflega þörfu umferðarátaki þar sem sjónum er einkum beint að gangbrautum og öryggi gangandi vegfarenda. Í tengslum við herferðina hefur FÍB birt villandi mynd sem tekin er í nágrenni Giljaskóla á Akureyri og hefur Akureyrarbær gert athugasemd við myndbirtinguna. Eftirfarandi var sent framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóra FÍB.

Vegna myndbirtingar á heimasíðu FÍB og í Morgunblaðinu 27. ágúst óskar Akureyrarbær eftir að koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum:

"Viðkomandi mynd er tekin við Giljaskóla á Akureyri og sýnir unga stúlku bíða við gönguleið yfir þvergötu. Eins og glögglega má sjá á myndinni þá liggur enginn gangstígur með götunni að vestanverðu (þeim megin sem skólinn er) heldur er gangstígurinn að austanverðu og má greina gangbraut skólabarna að skólanum efst í vinstra horni myndarinnar. Allar gangbrautir og öll aðkoma að Giljaskóla er talin til fyrirmyndar og hönnuð með það eitt fyrir augum að tryggja eins og best verður á kosið öryggi grunnskólabarna. Einnig er vert að vekja athygli á því í þessu sambandi að gangbraut og gönguleið er tvennt ólíkt: Á gangbrautum njóta gangandi vegfarendur forgangs en svo er ekki þegar um almennar gönguleiðir er að ræða. Akureyrarbær fagnar að sjálfsögðu þörfu umferðaröryggisátaki FÍB sem nú stendur yfir en harmar að myndir af nágrenni grunnskóla hér í bæ skuli birtar með svo villandi hætti sem raun ber vitni.

Á meðfylgjandi mynd má sjá merktar gangbrautir þar sem gangandi njóta forgangs að skólanum yfir umferðargötuna Kiðagil. Norðan Borgarbrautar (hægra megin á myndinni) hefst Síðuhverfi sem Síðuskóli þjónar."


Umrædd mynd af heimasíðu FÍB.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan