John Grant á tónleikum. Mynd: Græni hatturinn.
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant heldur tvenna tónleika á Græna hattinum á morgun, föstudag, kl. 20 og 23. Grant er á
tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem efni af nýrri sólóplötu hans, Pale Green Ghosts, verður flutt í bland við eldra efni af fyrri
plötu hans, Queen of Denmark. Sú plata fékk einstaklega góðar viðtökur um allan heim og var meðal annars valin plata ársins 2010 af
tónlistartímaritinu MOJO.
Í plötudómum um Pale Green Ghosts kemur fram að sköpunargleði Grants þykir ná hámarki á plötunni þar sem myrk og leiftrandi
elektróník mætir flauelsmjúkum ballöðum fyrri plötunnar. Textarnir eru sem fyrr opinskáir, fyndnir og ljúfir.
Grant hefur vakið eftirtekt fyrir einlæga og grípandi sviðsframkomu og þykja tónleikar hans mjög eftirminnilegir. Nánari upplýsingar um
dagskrá Græna hattsins má sjá HÉR.