Spuni í Akureyrarkirkju

Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson.
Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson.

Á fjórðu og síðustu Sumartónleikum Akureyrarkirkju á næstkomandi sunnudag munu Sigurður Flosason, saxafónleikari, og Gunnar Gunnarsson, orgelleikari, leika lög í eigin útsetningum þar sem spuninn gegnir stóru hlutverki.

Sigurður og Gunnar hafa starfað saman í langan tíma og vakið verðskuldaða athygli fyrir plötur sínar Sálmar lífsins, Sálmar jólanna og Draumalandið sem notið hafa mikilla vinsælda og fengið góða dóma. Fyrir þá síðastnefndu voru þeir félagar tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Auk samstarfsins hafa þeir einnig gefið út plötur í eigin nafni og leikið inn á fjöldann allan af plötum með öðru tónlistarfólki.

Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Akureyarkirkju á sunnudaginn, 28. júlí, kl. 17 og er aðgangur ókeypis.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan