Grillveisla í Grænuhlíð

Frá grillveislunni í Grænuhlíð.
Frá grillveislunni í Grænuhlíð.

Dagþjónustugestir Grænuhlíðar vígðu nýtt grill með viðhöfn í síðustu viku þegar boðið var upp á grilluð kjúklingalæri með dýrindis heimagerðu kartöflusalati. Lagt var á borð bæði úti og inni en vegna vindhviða á pallinum var borðað inni. Um 20 manns, bæði dagþjónustugestir og starfsfólk, snæddu saman og nutu matarins sem það hafði eldað í sameiningu við skemmtilega gítar tónlist og söng. Um afar  ánægjulega hádegisstund var að ræða og er stefnt á aðra grillveislu við fyrsta tækifæri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan