Stórtónleikar í Skátagilinu

Í kvöld verður blásið til stórtónleika í Skátagilinu kl. 20.30 og segja má að þá hefjist fjölskylduhátíðin Ein með öllu sem stendur fram á sunnudag. Yfirskrift tónleikanna er Fimmtudagsfílingur N4, en þeir eru í samstarfi við Vodafone, Bílaleigu Akureyrar og Samsung Galaxy S4. Fram koma Contalgen Funeral, Gospelkór Akureyrar, Eyþór Ingi, Hvanndalsbræður, Ingó veðurguð, KK og Rúnar Eff.

Áætlað er að tónleikarnir standi til kl. 23 og eru allir bæjarbúar og gestir bæjarins hvattir til þess að koma og njóta sín. Enginn aðgangseyrir.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan