Einkennislag Einnar með öllu

Einkennislag fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu 2013 er komið út og er það enginn annar en Summi Hvanndal sem flytur. Lagið var upphaflega flutt af Creedence Clearwater Revival en það voru útvarpsmennirnir geðþekku, Simmi og Jói, sem gerðu íslenskan texta við lagið sem fjallaði um Akureyri og fluttu í útvarpsþætti sínum á Bylgjunni. Nú hefur þeim texta verið breytt að hluta til með góðfúslegu leyfi þeirra félaga og aðlagaður að hátíðinni.

HÉR er hægt að hlusta á lagið og sjá skemmtilegar myndir frá fyrri árum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan