Fagur bær gerður fegurri

Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.

Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokka:

  • Flokkur nýrri garða
  • Flokkur eldri garða
  • Flokkur raðhúsa/fjölbýlishúsa
  • Flokkur fyrirtækja
  • Flokkur stofnana
  • Fyrirmyndar gata bæjarins

Sérstaklega verður horft til hönnunar, frágangs lóðar/athafnasvæðis, viðhalds, hirðingar, umgengni, fjölbreytilegs plöntuvals, aðlaðandi götumyndar o.fl.

Ef þurfa þykir getur dómnefnd ákveðið önnur áhersluatriði en fyrr eru nefnd og veitt viðurkenningar samkvæmt því.

Dómnefnd ákveður hversu margar viðurkenningar eru veittar í hverjum flokki. Heimilt er að fella niður úthlutun viðurkenningar í einstökum flokkum, ef sýnt þykir að enginn standist ofangreindar viðmiðanir.

Tekið er á móti ábendingum í netfangið jbg@akureyri.is frá 1. ágúst  til og með 25. ágúst 2013 og í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í síma 460 1000.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan