Í gær afhenti skólanefnd Akureyrarbæjar viðurkenningar þeim kennurum, nemendum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar sem
þótt hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Þetta er í fjórða sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en
hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Dagskráin hófst þegar Preben Jón Pétursson, formaður skólanefndar, bauð gesti velkomna og Kolbrún Jónsdóttir spilaði lag
Birgis Helgasonar, Vorið kom, á píanó. Preben Jón afhenti handhöfum viðurkenningarnar og formlegri dagskrá lauk með því að
viðstaddir sungu skólasöng Barnaskóla Akureyrar, „Rís vor skóli hátt við himin.“ Að dagskrá lokinni bauð skólanefnd
gestum upp á léttar veitingar.
Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem fengu viðurkenningu.
Nemendur:
Freyr Jónsson, Naustaskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir að stuðla að öryggi yngri barna við skólabyrjun.
Ágúst Logi Valgeirsson, Naustaskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir hjálpsemi og stuðning við yngri nemendur.
Sædís Eiríksdóttir, Naustaskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir framfarir og þrautseigju í námi og framlag til að bæta skólaanda.
Brynja Rún Guðmundsdóttir, Síðuskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir dugnað og framfarir í námi.
Dísella Carmen Hermannsdóttir, Hríseyjarskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir dugnað og hjálpsemi.
Birta María Aðalsteinsdóttir, Giljaskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir dugnað, metnað og framkomu.
Baldur Bergsveinsson, Giljaskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir metnað, dugnað og framkomu.
Hafdís Haukdal Níelsdóttir, Brekkuskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu.
Gunnar Ingi Láruson, Glerárskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir dugnað og eljusemi.
Starfsmenn og verkefni:
Reynir Hjartarson, Hlíðarskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir verkefnið „Flugið“.
Magnús Jón Magnússon, Naustaskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir „First lego“ tækni- og hönnunarkeppni grunnskólabarna.
Anna Rebekka Hermannsdóttir, Glerárskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir útikennslu.
Ásta Magnúsdóttir, Giljaskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir tónlistarkennslu.
Starfsfólk Iðavallar
Hlýtur viðurkenningu fyrir frumkvæði við gerð nýrrar skólanámskrár.
Guðrún Óðinsdóttir, Hulduheimum
Hlýtur viðurkenningu fyrir að vera starfsfólki ómetanleg fyrirmynd, jákvæð og lausnamiðuð.
Hólmfríður B. Pétursdóttir, Margrét Kristinsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson, Lundarseli
Hljóta viðurkenningu fyrir teymiskennslu – deildarstjórn.
Heiðursviðurkenning:
Birgir Helgason, tónlistarkennari
Grunnskólaganga barna fer fram á miklu mótunarskeiði einstaklingsins og kennurum er ætlað að stuðla að alhliða þroska barna og ungmenna.
Listsköpun af ýmsu tagi er hluti skólastarfs og í gegnum tónlist og söng er gott að rækta samstarf, samkennd og gleði. Þessum
þáttum sinnti Birgir af alúð en hann starfaði sem tónlistarkennari við Barnaskóla Akureyrar frá árinu 1959 til ársins 1998. Hann
stjórnaði Kór Barnaskóla Akureyrar, sem kom fram við ýmis tækifæri, söng við jólaguðþjónustur í Akureyrarkirkju
og söng inn á nokkrar hljómplötur. Birgir stjórnaði ekki aðeins kórnum, heldur samdi hann líka mörg laganna sem sungin voru. Oft voru
textarnir sóttir í smiðju samstarfsmanna hans, Tryggva Þorsteinssonar, skólastjóra, og Rósbergs G. Snædals, kennara. Birgir samdi einnig lag við
skólasöng Barnaskóla Akureyrar, „Rís vor skóli hátt við himin.“ Birgir hlaut heiðursviðurkenningu fyrir að veita nemendum
Barnaskóla Akureyrar ómetanlegt tækifæri til söngs og hljóðfæranáms í áraraðir.