AMÍ fer fram í Sundlaug Akureyrar

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Hörður J. Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, setti í gærkvöldi í Sundlaug Akureyrar Aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ. Við setninguna var Ólafs Rafnssonar, forseta ÍSÍ, minnst með einnar mínútu þögn en Ólafur varð bráðkvaddur 19. júní síðastliðinn. Keppni hófst nú í morgun og stendur fram á sunnudagskvöld. Rúmlega 220 sundmenn frá 20 félögum víðsvegar af landinu og frá Óðinsvéum í Danmörku taka þátt í mótinu.

Nánari upplýsingar um AMÍ má sjá á heimasíðu Sundsambands Íslands.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan