Cirkus Flik Flak á Akureyri

Í næstu viku kemur barna- og unglinga sirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku í heimsókn til Akureyrar og heldur sýningar í íþróttahúsi Giljaskóla. Sirkusinn hefur áður komið hingað til lands og hélt sýningar í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ árin 2003 og 2007 við góðar undirtektir.

Sýningar verða fimmtudaginn 4. júlí kl. 19.00 og föstudaginn 5. júlí kl. 10.00 og eru gestum að kostnaðarlausu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan