Mynd: Auðunn Níelsson.
Óvenjuhlýtt var á Akureyri í júnímánuði en meðalhitastig var 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í júní
síðan 1953, eða í 60 ár. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands.
Frá því að samfelldar mælingar hófust á Akureyri 1881 hefur meðalhiti í júní aðeins fimm sinnum verið hærri.
Einnig var óvenjuhlýtt um landið austanvert sem og á hálendinu. Meðalhiti í Reykjavík var 9,9 stig og úrkoma var um 30% yfir
meðallagi. Úrkoma á Akureyri mældist 8,1 mm og er það rúmlega 25% meðalúrkomu í júní. Aðeins fjóra daga
í mánuðinum mældist úrkoma 1 mm eða meiri en það er tveimur dögum minna en í meðalári.
Sólskinsstundir á Akureyri í júní mældust 260,6 og hafa aðeins tvisvar mælst fleiri en það var árið 2000 þegar
sólskinsstundirnar voru 284 og 1982 þegar mældust 264 stundir. Árið 2012 mældust sólskinsstundirnar nærri því jafnmargar og
nú eða 258,2.
Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins er úrkoma í Reykjavík um 9% yfir meðallagi en í meðallagi á Akureyri.
Sólskinsstundir það sem af er ári eru um 100 umfram meðallag í Reykjavík en um 50 umfram meðallag á Akureyri.
Frétt tekin af akureyrivikublad.is.