Álfabækur á Amtsbókasafninu

Á morgun, föstudag, opnar Amtsbókasafnið sýningu á myndverkum eftir Guðlaug Arason. Sýningin samanstendur af litlum bókaskápum fullum af þekktum en örsmáum íslenskum og erlendum bókum. Hver bókaskápur er heimur útaf fyrir sig og þar búa bæði skáld og ýmsar kynjaverur. Bækurnar kallar Guðlaugur álfabækur og segja má að hér sé um nýja tegund myndlistar að ræða. 

Nánari upplýsingar má sjá HÉR.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan