Hvað eru sviðslistir?

Ragnheiður Skúladóttir.
Ragnheiður Skúladóttir.

Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri LA, fjallar um hugtakið "sviðslistir" í fyrsta hluta af fjórum í fyrirlestraröð listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar á vordögum 2013. Fyrirlesturinn verður haldinn í Ketilhúsinu föstudaginn 25. janúar kl. 14.30.

Ragnheiður útskrifaðist með M.F.A. gráðu í leiklist frá University of Minneapolis, Minnesota árið 1996. Hún starfaði sem leikkona og kennari í New York til ársins 2000 þegar hún var ráðin sem fyrsti deildarforseti Listaháskóla Íslands og gengdi því starfi til vors 2011. Árið 2008 stofnaði hún alþjóðlegu leiklistarhátíðina LÓKAL ásamt Bjarna Jónssyni og Guðrúnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. Ragnheiður er leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og hefur áratuga reynslu af kennslu, stjórnun, framleiðslu og leikstjórn innlendis sem erlendis.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan