Éljagangur nálgast

Mynd af heimasíðu Éljagangs.
Mynd af heimasíðu Éljagangs.

Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang sem verður haldin þriðja árið í röð dagana 14.-17. febrúar nk. á Akureyri. Éljagangur er yfirskrift fyrir margskonar viðburði sem tengjast vetri og krefjast útbúnaðar og hugarfars sem er einkennandi og nauðsynlegt í vetrarsporti.

Ferðaþjónustuaðilar og áhugafélög á svæðinu standa fyrir viðburðum af ýmsum toga, s.s. sleðaspyrnu, snjóbrettakeppni og -sýningu, snjósleða- og snjótroðaraferðum, fjallgönguferðum og skíðanámskeiðum. Á Akureyrarsvæðinu verða ýmsir spennandi viðburðir yfir helgina, bæði í miðbænum og á öðrum stöðum í bænum.

Kynnið ykkur dagskrána á Heimasíðu Éljagangs.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan