Styrkir úr Menningarsjóði

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar og er hlutverk sjóðsins að styrkja listastarfsemi og aðra menningarstarfsemi á Akureyri. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, og er hægt að nálgast eyðublöðin þar eða hér á heimasíðunni. Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2013.

Upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnastjóri á Akureyrarstofu, í netfanginu huldasif@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan