Næstkomandi miðvikudag kl. 19.30-20.30 verður líf og fjör í heita pottinum í Sundlaug Akureyrar þegar skandinavíski leikhópurinn
Sticks & Stones kynnir leikritið Punch. Punch er byggt á sögunni um hjónakornin Punch og Judy og sérkennileg samskipti þeirra. Þrátt fyrir að
hafa upphaflega verið ætluð börnum er sagan, sem skrifuð var á 16. öld, blóði drifin og ofbeldisfull.
Meðal þeirra spurninga sem Sticks & Stones munu varpa upp í heita pottinum eru: Af hverju var Punch svona vinsæll þrátt fyrir að beita fólk
líkamlegu ofbeldi? Og af hverju eru kvikmyndapersónurnar Rambo, Rocky, John McClane og James Bond svona vinsælar og umleið svo heillandi?
Leikhópurinn Sticks & Stones samanstendur af leikstjóranum og leikaranum Tryggva Gunnarssyni, leikurunum Piet Gitz-Johansen og Ingrid Rusten og leikmynda- og
búningahönnuðinum Lisa Hjalmarson. Frumsýning á Punch verður í lok febrúar í Rýminu og að sýningum loknum á Akureyri er
för hópsins heitið til Noregs og Danmerkur til frekari sýninga.
Kynningin hefst kl. 19.30 og eru allir velkomnir, einungis þarf að borga sinn inn í Sundlaug Akureyrar.
Frekari upplýsingar er að finna á leikfelag.is.