Í dag, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 17.00 opnar á Amtsbókasafninu sýningin Sögustaðir & skáld: Frönsk menningararfleifð
í túlkun rithöfunda. Stofnunin Centre des monuments nationaux, sem hefur umsjón með sögulegum frönskum minjum, bað á síðasta ári
100 rithöfunda um að skrifa texta um sögustað eða söguminjar í Frakklandi. Hvert viðfangsefni er nálgast á tvennan hátt, annars vegar
fá aðilarnir frjálsar hendur til að tjá sig skáldlega um staðinn eða hlutinn og hins vegar fjalla þeir sögulega um
viðfangsefnið.
Ýmsir íslenskir frönskumælandi rithöfundar, leikarar og þýðendur voru fengnir til þess að velja sér einn af
sögustöðunum og þýða textann eftir viðkomandi höfund.
Sýningin er haldin í samvinnu við Franska sendiráðið og Alliance française og stendur til 23. mars næstkomandi. Amtsbókasafnið er opið
alla virka daga kl. 10.00-19.00 og laugardaga kl. 11.00-16.00 en lokað er á sunnudögum.