Svifryksmælir Umhverfisstofnunar við Tryggvabraut á Akureyri sem gefur upplýsingar um loftgæði í bænum er því miður bilaður og
gefur því rangar upplýsingar.
Því hefur verið ákveðið að fjarlægja um stundarsakir af heimasíðu Akureyrarbæjar allar upplýsingar um loftgæði í
bænum eða þar til mælirinn verður kominn aftur í lag.
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er hægt að sjá mæligildi á svifryksmæli sem staðsettur er á lóð leikskólans
við Hólmasól:

Hafa ber í huga að þær niðurstöður eru svo kölluð 10 mínútna gildi sem sýna mun hærri gildi en almennt er miðað
út frá en allar reglugerðir miðast við 24 klst hlaupandi meðaltal sem er mun lægra meðalgildi eins og sjá má á meðfylgjandi
línuriti (smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu):
