Fráveita Akureyrarbæjar til Norðurorku

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku. Mynd: K…
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku. Mynd: Karl Eskil Pálsson / Vikudagur

Í dag var undirritaður samningur um yfirtöku Norðurorku hf. á fráveitu Akureyrarbæjar.

Sameining veitna á Akureyri hefur gerst í nokkrum áföngum. Árið 1993 voru Vatnsveita Akureyrar og Hitaveita Akureyrar sameinaðar og árið 2000 bættist Rafveita Akureyrar við og til varð sameinað veitufyrirtæki Akureyringa, Norðurorka. Síðan þá hafa veitur í nágrannasveitarfélögum sameinast Norðurorku hf. og mikill árangur náðst með bættri nýtingu allra forða fyrirtæksins og framlegð aukist verulega á tímabilinu.

Hugmyndir um frekari sameiningu með því að fráveita Akureyrar verði hluti af rekstri Norðurorku hf. hafa reglulega komið fram. Samningsaðilar eru sammála um að nú sé góður tími til þess að láta þær verða að veruleika í ljósi góðrar reynslu þar að lútandi, sem hefur eflt og styrkt þjónustuhlutverk Norðurorku hf. við íbúa og fyrirtæki á Akureyri. Í samningnum er gert ráð fyrir að farið verði í byggingu hreinsistöðvar við Sandgerðisbót á næstu árum.

Yfirtökuverð fráveitunar er 2,3 milljarðar króna sem að hluta til felst í yfirtöku á lánum. Yfirtakan hefur ekki áhrif á samstæðureikning bæjarsjóðs.

Samningsaðilar eru sannfærðir um að til lengri tíma litið muni þessi sameining skapa tækifæri til bættrar umgengni við náttúruna og enn betri þjónustu við íbúa og fyrirtæki á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan