Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld

Áramót á Akureyri.  Mynd Ragnar Hólm
Áramót á Akureyri. Mynd Ragnar Hólm

Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það eru Norðurorka og Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar sem standa fyrir þessari uppákomu í samstarfi við björgunarsveitina Súlur á Akureyri.

Að venju má búast má við mikilli umferð við Réttarhvamm á gamlárskvöld og því er mælt með því að fólk leggi tímanlega af stað til að njóta brennunnar og  flugeldanna.

Í Hrísey verður kveikt í áramótabrennunni kl. 17.00 í námunni fyrir austan Stekkjanef. Boðið verður upp sætaferðir frá Júllabúð í traktorskerru kl. 16.45.

Í Grímsey verður kveikt í brennunni kl. 20.00 við norður endann á tjörninni og boðið upp á flugeldasýningu þar á eftir. Áramótafagnaður verður svo haldin á veitingastaðnum Kríunni og hefst eftir miðnætti. Brennan í eyjunni veður mjög stór og vegleg í ár en gamla þakið af sundlauginni verður sett í köstinn, en þakið var sem kunnugt er endurnýjað síðastliðið sumar.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan