Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. og Magnús Viðar Arnarsson formaður Súlna.
Stjórn Norðurorku hf. samþykkti á fundi sínum í desember að styrkja björgunarsveitina Súlur á Akureyri næstu þrjú
árin með því að vera bakhjarl áramótaflugeldasýningar sveitarinnar. Súlur urðu til árið 1999 með sameiningu þriggja
björgunarsveita á Akureyri, Hjálparsveitar skáta, Flugbjörgunarsveitarinnar og Sjóbjörgunarsveitarinnar Súlna. Sveitin hefur vaxið og dafnað
á undanförnum árum og margsýnt fram á mikilvægi sitt við ýmsar erfiðar aðstæður.
Norðurorka hf. er eitt af þeim fyrirtækjum sem á mikið undir því að til staðar séu öflugar björgunarsveitir á
starfssvæði fyrirtækisins enda vinnslusvæði þess fjölmörg og dreifikerfi fyrirtækisins víðfeðm. Mikið getur því
legið við að fá aðstoð ef koma erfiðir vetur, óveður eða náttúruhamfarir sem leitt geta til bilana eða rekstrartruflana. Með
bakhjarlasamningi Norðurorku fær björgunarsveitin Súlur 1.000.000 kr. á ári næstu þrjú árin, 2014, 2015 og 2016.