Mynd: Hrafnhildur Reykjalín.
Sem gefur að skilja verður nokkur breyting á akstri Strætisvagna Akureyrar yfir hátíðarnar. Enginn akstur verður á jóladag og
nýársdag en akstri verður hætt um hádegisbil á aðfangadag og gamlársdag. Annan í jólum verður leið 3 ekin eins og um helgar en
alla aðra daga keyra vagnarnir samkvæmt leiðarbók.
Á aðfangadag og gamlársdag hætta vagnar SVA og ferliþjónustu akstri sem hér segir:
Leið 1 kl. 11.53
Leið 2 kl. 11.58
Leið 3 kl. 12.08
Leið 4 kl. 12.00
Enginn akstur er á jóladag og nýársdag.
Annan í jólum er leið 3 ekin eins og um helgar.
Aðra daga verður keyrt samkvæmt leiðabók.