Afgreiðslutími HAK yfir hátíðarnar

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Lokað er á Heilsugæslustöðinni á aðfangadag og gamlársdag en minnt er á bráðamóttöku vaktlækna á FSA á helgidögum frá kl. 10-12 og 14-16. Unglingamóttakan er lokuð frá 18. desember og verður opnuð aftur 7. janúar.

Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri óskar Norðlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Fólk er hvatt til að hugsa vel um heilsuna um komandi hátíðir, njóta samveru með ættingjum og vinum, fara í góðar gönguferðir og njóta matar og drykkjar í hæfilegu magni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan