Dönskum sunnudegi frestað

Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Þar sem veðurhorfur eru mjög ótryggar næstu daga þykir afmælisnefnd Akureyrarbæjar, íbúum í Innbænum, fyrirtækjum og stofnunum, leitt að tilkynna að dönskum sunnudegi sem halda átti í Innbænum um helgina hefur verið frestað til sunnudagsins 19. ágúst.

Ákvörðunin er tekin á þeim forsendum að gott veður þurfi til þess að halda góða garðveislu og hafa það huggulegt.

Fylgist með viðburðum á afmælisárinu á Visitakureyri.is og Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan