Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
Næsta afmælisganga verður farin um Bótina og Ytra-Þorpið fimmtudaginn 21. júní kl. 20.00. Göngustjóri er
Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, og sérlegur aðstoðarmaður hans er Víðir Benediktsson
„Bótari“, skipstjóri og sögumaður.
Lagt verður upp frá Ósi í Sandgerðisbót stundvíslega kl. 20.00. Skorað er á bæjarbúa að nota
tækifærið og taka þátt í þessum forvitnilegu göngum sem Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða
án endurgjalds öll fimmtudagskvöld í sumar.