Aðkoman að Naustaborgum.
Fimmtudaginn 28. júní kl. 20 verður farin afmælisganga um Naustaborgir. Í Naustaborgum er mikil náttúrufegurð, fjölbreyttar
gönguleiðir, menningarminjar og fuglaskoðunarhús. Jón Birgir Gunnlaugsson, forstöðumaður umhverfismála Akureyrarbæjar og Jón Ingi
Cesarson leiða göngugesti um eitt leyndasta útivistarsvæði Akureyringa.
Lagt verður af stað stundvíslega kl. 20 frá bílastæðinu efst í Ljómatúni. Gangan tekur um klukkutíma og er
þátttakendum að kostnaðarlausu.
Mjög góð þátttaka hefur verið í afmælisgöngunum. Í næstu viku verður engin eiginleg afmælisganga því
þá verður gengið út um allar tryssur í sérstakri Gönguviku á Akureyri og í nágrenni 3. - 10. júlí. Sjá
nánar á
viðburðadagatali Akureyrarstofu.
Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu gönguferðir í tilefni
stórafmælisins öll fimmtudagskvöld í sumar.