Kjördeildir á Akureyri

Frá Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.
Frá Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Á laugardag kjósa Íslendingar forseta lýðveldisins og verða kjörstaðir í Akureyrarkaupstað í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Hríseyjarskóla í Hrísey og félagsheimilinu Múla í Grímsey. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey.

Skipting kjósenda í kjördeildir er eftir búsetu og eru kjósendur beðnir að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Kjörfundur hefst á kjördag á Akureyri klukkan 9.00 og lýkur honum klukkan 22.00. Í Hrísey og í Grímsey hefst kjörfundur klukkan 10.00 og lýkur klukkan 18.00.

Upplýsingar um kjördeildir í Akureyrarkaupstað í forsetakosningum 30. júní 2012 (ath. 2 síður).

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan