Myndir: Íris Kristinsdóttir
Sumarsólstöðum var fagnað í Grímsey sl. miðvikudagskvöld.
Boðið var upp á siglingu umhverfis eyjuna og um miðnætti safnaðist fólk saman á Heimskautsbaugnum og sungu ættjarðarlög í
miðnætursólinni við undirleik Garðars Alfreðssonar. Fólk leggur ýmislegt á sig til að upplifa þennan lengsta dag ársins í
Grímsey og komu ferðamenn víða að. Nær öll gisting er fullbókuð þessa dagana enda einstak að upplifa eyjuna á þessum
árstíma, fuglalífið er í hámarki, veður búið að vera eintaklega gott og miðnætursólin skartað sínu fegursta.

