Kvennasöguganga um innbæinn í dag

Í dag kl. 16.30 verður boðið upp á sögugöngu í til efni kvenréttindadeginum 19. júní. Gangan hefst í Lystigarðinum við kaffihúsið Björk þar sem Björgvin Steindórsson forstöðumaður garðsins mun ávarpa göngufólk. Í kjölfarið mun Hörður Geirsson safnvörður Minjasafnsins leiða gönguna um innbæinn þar sem m.a. verður litið í heimsókn til Vilhelmínu, Ragnheiðar og Önnu.
Boðið verður upp á kaffi að göngu lokinni og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og upplifa hluta af sögu kvenna í innbænum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan