Vel gert, Akureyrarbær!

Ólafur, Sigrún og Hugrún.
Ólafur, Sigrún og Hugrún.

Hjólað í vinnuna, vinnustaðakeppni ÍSÍ, fór fram í 10. skiptið í maí. Alls voru 666 vinnustaðir, 1.679 lið með 11.382 liðsmönnum, skráðir til leiks. Hjólaðir voru 742.602 kílómetrar eða 554 hringir í kringum landið.

Akureyringar stóðu sig með miklum sóma í þessari árlegu vinnustaðakeppni og fór svo að Akureyri hafnaði í öðru sæti í heildarkeppni sveitarfélaganna.

Íþróttaráð Akureyrar ákvað að veita þeim vinnustöðum Akureyrarbæjar sem stóðu sig best í vinnustaðakeppninni viðurkenningar fyrir góðan árangur.

Vinnustaðir Akureyrarbæjar sem stóðu öðrum framar í Hjólað í vinnuna 2012 voru Síðuskóli, Leikskólinn Pálmholt og Amtsbókasafnið/Héraðsskjalasafnið. Fulltrúar þessara vinnustaða, Ólafur Thoroddsen skólastjóri Síðuskóla, Sigrún Ingimarsdóttir fulltrúi Amtsbókavarðar og Hugrún Sigmundsdóttir skólastjóri leikskólans Pálmholts veittu viðurkenningunum móttöku í síðustu viku.

Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Thoroddsen, Sigrún Ingimarsdóttir og Hugrún Sigmundsdóttir.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan