Snjómokstur og hálkuvarnir

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Vegna fannfergis í bænum hefur fólki orðið nokkuð tíðrætt um snjómokstur stærri og smærri gatna. Markmið Akureyrarbæjar er að veita ávallt sem besta vetrarþjónustu hvað varðar snjómokstur og hálkuvarnir og stuðla að öryggi vegfarenda. Samþykktar hafa verið ákveðnar reglur um forgangsröðun í vetrarþjónustu sem birtar eru á heimasíðu framkvæmdadeildar. Þær eru þessar helstar:

Snjómokstur gönguleiða: Miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að skólum, leikskólum og helstu stofnunum bæjarins. Til að draga úr hálku á helstu gönguleiðum er notast við malarefni með kornastærð 4-8 mm. en ekki salt eins og er notað á götur og er leitast við að nota efnið í eins litlu mæli og mögulegt er.

Snjómokstur og hálkuvarnir gatna: Þær götur sem njóta forgangs í snjómokstri eru stofnbrautir, helstu tengibrautir m.a. að neyðarþjónustu s.s. sjúkrahúsi, lögreglu, slökkviliði, strætisvagnaleiðum og fjölförnum safngötum. Húsagötur eru ekki mokaðar nema þær séu þungfærar einkabílum eða stefni í að þær verði þungfærar og ef von er á hláku.

Lögð var fram bókun um málið í bæjarráði í gær.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan