Norðurorka og SN undirrita bakhjarlasamning

Við undirritunina. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Við undirritunina. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. og Brynja Harðardóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands undirrituðu samstarfssamning í Hofi föstudaginn 30. nóvember í framhaldi af hljómsveitaræfingu dagsins en undirbúningur fyrir næstu tónleika SN stóð sem hæst.

Stjórn Norðurorku er mjög ánægð með að leggja sitt á vogarskálar þess að efla menningarstarf og atvinnumennsku á tónlistarsviði utan höfuðborgarsvæðisins með þessum hætti. „Við fögnum þeim breytingum sem orðið hafa á aðstöðu SN eftir tilkomu Hofs. Aðstaða til tónlistarflutnings þar er til fyrirmyndar sem hefur skilað sér í sterkari hljómsveit og fjölbreyttara tónlistarframboði á Norðurlandi. Við viljum styrkja SN til að halda áfram að byggja starfsemi sína upp á metnaðarfullan hátt og gera Norðlendingum og öðrum auðveldara að njóta tónleika þar sem klassísk tónlist leikur aðalhlutverk,” segir Helgi. „Styrkurinn kemur sér mjög vel,” segir Brynja „og gefur okkur ýmsa möguleika, t.d. er ánægjulegt að segja frá því að með tilkomu styrksins fá börn og unglingar undir 18 ára aldri veglegan afslátt af fullu miðaverði á tónleika SN í vetur. Það er frábært að geta veitt slíkt og eflt í leiðinni tónlistaruppeldi og tónlistarupplifanir ungs fólks.”

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan