Hreinsunarátak starfafólks Norðurorku

Mynd: Baldur Dýrfjörð.
Mynd: Baldur Dýrfjörð.

Ljóst er að eftir langan og strangan vetur bíða mörg verkefni við að gera bæinn okkar og umhverfið fallegt og hreint fyrir komandi sumar. Það er því ekki skrýtið að sú hugmynd kviknaði hjá starfsfólki Norðurorku að sameiginlega gætum við lagt þar nokkuð af mörkum.

Að loknum hefðbundnum vinnudegi miðvikudaginn 22. maí fór starfsfólk Norðurorku ásamt fjölskyldum sínum í hreinsunarátak á svæðinu frá Glerárvirkjun upp að starfsstöð Norðurorku að Rangárvöllum. Tínt var upp rusl við Glerárvirkjun og rafveitupollinn, meðfram göngustígnum upp með Glerá og skóginum þar í kring, á svæðinu norðan, austan og sunnan við Rangárvelli þar með talið upp með Hlíðarfjallsvegi frá hringtorginu á Hlíðarbraut upp að Rangárvöllum.

Eftir velheppnað hreinsunarátak mætti fólk glatt en þreytt á starfsstöð Norðurorku þar sem biðu grillaðir hamborgarar, pylsur og pizzur.

Á meðfylgjandi mynd má sjá vaskan hóp starfsmanna Norðurorku og þeirra fjölskyldna við hluta af ruslinu sem safnað var saman á svæðinu frá Glerárvirkjun upp með Glerá og að Rangárvöllum.

Frétt og mynd af heimasíðu Norðurorku.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan