Norrænt vinabæjamót ungmenna verður haldið í Västerås í
Svíþjóð dagana 29. júní – 3. júlí 2013. Þemað í ár er „Umhverfið og við“ og verður unnið
í mismunandi hópum að verkefnum sem tengjast því. Að taka þátt í NOVU felur í sér: Að kynna Akureyri og vera góður
fulltrúi Akureyrarbæjar, að vera virkur þátttakandi í verkefnum mótsins, að kynnast og tengjast ungu fólki frá hinum vinabæjunum
í þroskandi samstarfi í áfengis- og vímuefnalausu umhverfi.
Gist verður í skóla í Västerås. Kostnaður er áætlaður
35.000 kr. fyrir ferðir til og frá Akureyri. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir mat á leiðinni en öll þátttaka í mótinu,
þar með talinn matur og gisting er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Maríu Jónsdóttur á
Norrænu upplýsingaskrifstofunni (
mariajons@akureyri.is eða í síma 462 7000). Skráningarfrestur er til
miðvikudagsins 24. apríl 2013. Lögheimili á Akureyri er skilyrði fyrir þátttöku.