Yfirskrift hátíðarhaldanna á verkalýðsdaginn 1. maí á Akureyri er "Kaupmáttur, atvinna, velferð". Safnast verður saman við
Alþýðuhúsið í Skipagötu frá kl. 13.30 og lagt upp í kröfugöngu kl. 14.00 við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar.
Göngufólk fær afhenta happdrættismiða en dregið verður um vinninga í Hofi að lokinni göngunni.
Hátíðardagskrá í Hofi:
- Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna: Óskar Þór Vilhjálmsson, fulltrúi SFR stéttarfélags í
almannaþjónustu
- Aðalræða dagsins: Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu
- Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu
- Skralli trúður verður á staðnum og dregur út skemmtilega happdrættisvinninga
- Leikfélag Dalvíkur flytur atriði úr sýningunni Eyrnalangur og annað fólk
- Hjalti og Lára Sóley spila og syngja