Barnabækur á ljósastaurum

Opna úr Blíðfinni eftir Þorvald Þorsteinsson.
Opna úr Blíðfinni eftir Þorvald Þorsteinsson.

Járnbækur á ljósastaurum varða nú leiðina frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi og hafa þær vakið ómælda athygli vegfarenda. Birtar eru opnur úr völdum íslenskum barnabókum sem gaman er að lesa úr þegar fólk staldrar við ljósastaurana á gönguferðum sínum. Þannig getur fjölskyldan sameinað útivist og lestur og um leið aukið áhuga barnanna á lestri.

Bækurnar eru settar upp af Barnabókasetri, rannsóknarsetri um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri. Setrið hefur það að markmiði að efla bóklestur barna og unglinga og auka veg barnabókmennta í samfélaginu.

Nánar um Barnabókasetur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan