List án landamæra á Akureyri

List án landamæra á Akureyri hefst laugardaginn 27. apríl með opnunarhátíð í Síðuskóla kl. 12-14. Hátíðin er sett af Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra og Elmu Berglindi Stefánsdóttur meðlimi leikhópsins Hugsanablaðran. Á opnunarhátíðinni koma fram Jónabandið ásamt Kór Lundarskóla og leikhópurinn Hugsanablaðran sem sýnir leikritið Sæluvík eftir Sögu Jónsdóttur. Að atriðunum loknum verður boðið upp á léttar veitingar.

Á laugardaginn opna tvær listsýningar; sýning Geðlistar í Deiglunni kl. 14.30 og Kórónuland karla og kvenna í Sal Myndlistafélagsins kl. 15.00,  en þar sýna þau Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Atli Viðar Engilbertsson, listamaður Listar án landamæra.

Dagskrá Listar án landamæra heldur svo áfram um aðra helgi en föstudaginn 3. maí verður sýning í gluggum Eymundsson á verkum þjónustuþega Skógarlundar, hæfingarstöðvar. Laugardaginn 4. maí kl. 14 mun Rögnvaldur gáfaði afhjúpa Skara hinn ógurlega, sköpunarverk hóps Geðlistar, við Strandgötu. 

16. og 17. maí verða síðustu viðburðir hátíðarinnar. Þá verður opið hús í Skógarlundi, hæfingarstöð, þar sem vinnusvæði og handverksbúðin verða opin og sýnd verða ýmis myndverk.

HÉR má sjá nánari upplýsingar um List án landamæra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan