Daniele Basini.
Ítalinn Daniele Basini kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og á fimmtudagskvöld kl. 20.30 heldur hann gítartónleika í
Akureyrarkirkju. Daniele lærði gítarleik í Róm og hefur haldið tónleika einn eða með öðrum á Ítalíu og í
Noregi.
Á efnisskrá tónleikanna í Akureyrarkirkju er gítartónlist frá rómantíska tímabilinu og flest verkanna eru eftir spænska
tónskáldið Federico Moreno Torroba en einnig eftir Ungverjann Johann Kaspar Mertz.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. og ókeypis er fyrir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri.