Mynd: Vikudagur.
Þrír ungir kvikmyndgerðarmenn frá Akureyri unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica sem fór fram í Vesterålen
í Noregi. Þeir Þorsteinn Kristjánsson, Úlfur Logason og Kristján Blær Sigurðsson mættu með framlagið "Þórgnýr" og
sigruðu þeir í flokknum 14–16 ára, en í þeim flokki voru 28 aðrar kvikmyndir.
"Þórgnýr" er grín-heimildamynd um 16 ára gamlan dreng sem telur sig vera fyrsta íslenska mafíósann. Í kvikmyndinni er
Þórgný og föður hans fylgt eftir í nokkra daga og skyggnst er inn í viðburðarríkt líf þeirra.
Laterna Magica er svæðisbundin kvikmyndahátíð fyrir börn og unglinga í Vesterålen sem fer fram í lok nóvember á hverju
ári. Þetta var í 22. sinn sem hátíðin er haldin og er aðal markmið hennar að hvetja til kvikmyndagerðar meðal ungs fólks.
Frétt og mynd af Vikudagur.is.