Umhverfisátaki fram haldið

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar 2012 var ákveðið í bæjarstjórn Akureyrar að verja allt að hálfum milljarði í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin. Framkvæmdaráð vann áætlun eftir ríflega 200 tillögum sem bárust í byrjun þessa árs og nú er óskað eftir nýjum tillögum frá bæjarbúum fyrir árið 2014.

Á næsta ári líkt og því síðasta verða allt að 100 milljónir lagðar í átakið og er fjárveitingin einkum ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu, svo sem endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð fólkvanga/útivistarsvæða.

Nánari upplýsingar um átakið eru á heimasíðu framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar. Þar er hægt að skoða þær tillögur sem borist hafa og senda inn nýjar.

Frestur til að skila inn tillögum er til 15. janúar 2014.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan