Skipulag miðbæjarins

Opinn íbúafundur um drög að nýju skipulag miðbæjarins á Akureyri verður haldinn í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi kl. 17-19 mánudaginn 2. desember 2013.

Hönnuðir skipulagsins, Logi Már Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu ehf., og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá Landslagi ehf., kynna drögin. Á fundinum verða fulltrúar skipulagsnefndar og skipulagsstjóri til svara auk hönnuða.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér fyrstu hugmyndir að nýju miðbæjarskipulagi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan